7.3 C
Selfoss

TM átti lægsta tilboð í tryggingar Árborgar

Vinsælast

Í framhaldi af útboði á vátryggingum Sveitarfélagsins Árborgar sem fram fór í desember sl. hefur verið gengið frá samningi við TM um að annast tryggingar fyrir sveitarfélagið og tengd félög. TM átti lægsta tilboð í verkið. Samningurinn er gerður til þriggja ára með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum í eitt ár í senn. Samninginn undirrituðu Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Kristján Már Gunnarsson, starfsmaður TM á Selfossi.

Nýjar fréttir