2.7 C
Selfoss

Gáfu skólanum sínum skemmtilega gjöf

Vinsælast

Nýlega mættu tvær náms­meyjar í myndlist í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Anna Sigurveig Ólafsdóttir og Katla Sif Ægisdóttir, á kaffistofu FSu og færðu stjórnend­um skólans málverk að gjöf.

Mikil vinna hefur farið í málverkið en þær notuðu um hálfa önnina til að klára það. Innblástur fengu þær stöllur frá lismálurunum Louisu Matthías­dóttur og Magnúsi Jónssyni. Anna og Katla eru miklar vinkonur og hestakonur og bera hestarnir í verkinu allir nöfn úr hestafjölskyldum beggja.

Nýjar fréttir