1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Tvö létust í árekstri á Lyngdalsheiðarvegi

Tvö létust í árekstri á Lyngdalsheiðarvegi

0
Tvö létust í árekstri á Lyngdalsheiðarvegi

Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. Veginum var lokað á meðan viðbragðsaðilar unnu á vettvangi en hann hefur nú verið opnaður. Búast má við umferðartöfum fram eftir kvöldi meðan vörubifreiðin er fjarlægð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Rannsókn málsins er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurlandi og nýtur hún aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Teknar hafa verið skýrslur af vitnum og af ökumanni vörubifreiðarinnar. Hann, ásamt farþega sem einnig var í bílnum, voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi en meiðsl þeirra eru ekki alvarleg.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að sinni.