0 C
Selfoss

Bungubrekka skal húsið heita

Vinsælast

Í haust fluttu frístundaheimilið Skólasel og félagsmiðstöðin Skjálftaskjól starfsemi sína að Breiðumörk 27a í Hveragerði, þar sem leikskólinn Undraland var áður til húsa.

Fyrir skemmstu var efnt til nafnasamkeppni fyrir húsið og bárust ríflega 80 tillögur. Niðurstöður fjölskipaðrar dómnefndar var að nafnið „Bungubrekka“ fékk flest atkvæði, svo miklu munaði.

Júlíana Hilmisdóttir átti vinningstillöguna en hún dregur nafn sitt af samnefndri brekku á lóð hússins. Fyrir skömmu var nafnið formlega staðfest þegar skilti með því var afhjúpað. Við það tækifæri var Júlíönu afhentur við blómvöndur og gjafabréfi frá Skyrgerðinni og Varmá.

Júlíana starfaði um árabil á leikskólanum Undralandi og man eftir því að hafa oft farið um Bungubrekku í æsku, ekki síst á sleða þar sem brekkan var ein vinælasta sleðabrekka bæjarsins á sínum tíma. Húsið og nafnið tengjast henni því greinilega sterkum böndum.

Nýjar fréttir