11.1 C
Selfoss

Tvennir tónleikar í sal Tónlistarskólans á Selfossi

Vinsælast

Tónlistarskóli Árnesinga stendur fyrir tvennum deildartónleikum í mars í sal skólans að Eyravegi 9 á Selfossi, 3. hæð. Á miðdeildartónleikum sem haldnir verða mánudaginn 5. mars kl. 19:00 koma fram nemendur sem lagt hafa að baki fyrsta hluta tónlistarnáms síns. Á framhaldsdeildartónleikum sem haldnir verða 7. mars kl. 20.00 leika nemendur sem nálgast lok náms við skólann.

Búast má við metnaðarfullum og fjölbreyttum tónleikum og góðu tækifæri fyrir Sunnlendinga að skyggnast inn í öfluga starfsemi skólans. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Nýjar fréttir