2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Áhrif orkudrykkja á börn og ungmenni

Áhrif orkudrykkja á börn og ungmenni

0
Áhrif orkudrykkja á börn og ungmenni
Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar á Selfossi, formaður Færni- og heilsumatsnefndar heilbrigðisumdæmis Suðurlands.

Undanfarin ár hefur neysla orkudrykkja færst í aukana hér á landi og hefur úrval þessara drykkja einnig aukist mikið. Koffín er það innihaldsefni í þessum drykkjum sem geta reynst börnum og ungmennum skaðlegt sérstaklega þegar það er innbyrgt í þeim mæli sem gert er þegar þessir drykkir eru notaðir sem svaladrykkir.

„Koffín veldur útvíkkun æða, örari hjartslætti og auknu blóðflæði til allra líffæra. Einnig hefur koffín áhrif á öndun, meltingu og þvagmyndun. Mikil neysla á koffíni getur valdið höfuðverk (sem er líka fráhvarfseinkenni), svima, skjálfta, svefnleysi, hjartsláttartruflunum og kvíða“. (6h.is)

„Hámarksneysla koffíns á dag“
fyrir mismunandi hópa:

  • Fullorðnir 400 mg koffín
  • Barnshafandi konur 200 mg koffín
  • Börn og unglingar 2,5 mg/kg koffín

Dæmi um magn koffíns í drykkjum og súkkulaði:

  • Orkuskot (50–60 ml) 80–220 mg koffín
  • Orkudrykkur (500 ml) allt að 160 mg koffín
  • Kaffibolli (200 ml) 100 mg koffín
  • Kóladrykkur (500 ml) 65 mg koffín
  • Svart te (200 ml) 35 mg koffín
  • Dökkt súkkulaði (50 g) 33 mg koffín

Börn og unglingar eru sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum koffíns og getur neysla þess valdið ýmsum breytingum á hegðun þeirra, s.s. svefnerfiðleikum, óróleika, pirringi og kvíða ásamt áðurnefndum áhrifum.“ (6h.is)

Vert er að hafa í huga að sum einkenni eins og svefnerfiðleikar geta komið fram við mun lægri neyslu en hámarksgildið er.

Það er því mikilvægt að foreldrar geri sér grein fyrir skaðseminni og reyni eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að börn neyti þessara drykkja.

Ekki kaupa orkudrykki fyrir börn og ungmenni !

F.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands,
Unnur Þormóðdóttir hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar á Selfossi.