2.8 C
Selfoss

Íbúafundur um útivistarsvæði á Selfossi

Vinsælast

Opinn íbúafundur um hönnun útivistarsvæða miðsvæðis á Selfossi var haldinn síðastliðinn laugardag á Hótel Selfossi. Þar gátu íbúar m.a. rætt hugmyndir um Sigtúnsgarð, Tryggvagarð og leik­völl við Heiðarveg.

Sérstakur samráðshópur sem í eiga sæti full­­trúar sveitarfélagsins, hverfis­ráðs Selfoss, ungmennaráðs og öldungaráðs Árborgar, hefur fund­­að með Hermanni Ólafssyni landslagsarkitekt hjá Landhönnun lsf. sem sér um hönnunarvinnuna.

Unnið verður úr hugmyndun­um sem fram komu á íbúafund­inum. Einnig er fyrirhugað að funda sérstaklega með þeim aðil­um sem standa að bæjarhátíðum og öðr­um viðburðum í Sigtúns­garð­in­um.

Nýjar fréttir