6.7 C
Selfoss

Selfoss mætir Fram í „Final4“

Vinsælast

Í hádeginu í dag var dregið í fjögurra liða úrslitum í CocaCola-bikar karla og kvenna í handknattleik, „Final4“.

Hjá körlunum drógust Selfyssingar á móti Fram. Í hinum leiknum mætast Haukar og ÍBV.

Hjá konunum mætast ÍBV og Fram annars vegar og Haukar og KA/Þór hins vegar.

Leikirnir í „Final4“ eru:

Konur:
Fimmtudagur 8. mars kl. 17:15 / ÍBV – Fram
Fimmtudagur 8. mars kl. 19:30 / Haukar – KA/Þór

Karlar:
Föstudagur 9. mars kl. 17:15 / Haukar – ÍBV
Föstudagur 9. mars kl. 19:30 / Selfoss – Fram

Úrslitaleikir:
Laugardagur 10. mars kl. 13:30 / konur
Laugardagur 10. mars kl. 16:00 / karlar

Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöll.

Nýjar fréttir