4.5 C
Selfoss
Home Fréttir Hundaganga á Selfossi á morgun

Hundaganga á Selfossi á morgun

0
Hundaganga á Selfossi á morgun
Frá hundagöngu á Selfossi.

Hundaganga á vegum Taums, hagsmunafélags hundaeigenda, verður á Selfossi á morgun laugardaginn 10. febrúar. Gangan hefst kl. 11 við verslunina Dýraríkið, Eyravegi 38 (Flugger-hús/Dýraríkið). Farin verður samkvæmt venju stutt taumganga um bæinn. Allir hundar eru velkomnir óháð tegund og stærð. Fólk er beðið að klæða sig eftir veðri og muna að taka með kúkapoka og góða skapið líka. Kaffispjall verður á eftir.