0.6 C
Selfoss
Home Fréttir Eiríkur, Kristján og Axel hlutu flestar tilnefningar

Eiríkur, Kristján og Axel hlutu flestar tilnefningar

0
Eiríkur, Kristján og Axel hlutu flestar tilnefningar

Tilnefningu til kjörs vígslubiskups í Skálholti lauk á hádegi í gær. Rétt til tilnefninga höfðu 136 manns og nýttu 93 rétt sinn til að tilnefna. Alls voru 42 einstaklingar tilnefndir. Birta skal nöfn þeirra fimm einstaklinga sem flestar tilnefningar hlutu, sbr. 5. mgr. 13. gr. starfsreglna nr. 333/2017. Er röð þeirra eftirfarandi:

Eiríkur Jóhannsson hlaut 51 tilnefningar,
Kristján Björnsson hlaut 44 tilnefningar,
Axel Árnason Njarðvík hlaut 42 tilnefningar,
Jón Helgi Þórarinsson hlaut 26 tilnefningar,
Guðrún Karls Helgudóttir hlaut 5 tilnefningar.

Þeir þrír einstaklingar sem flestar tilnefningar hlutu verða í kjöri til vígslubiskups í Skálholti. Það eru því þeir séra Eiríkur Jóhannsson, séra Kristján Björnsson, og séra Axel Árnason Njarðvík, sem verða í kjöri til vígslubiskups í Skálholti. Um er að ræða póstkosningu sem hefst þann 9. mars nk. og lýkur þann 21. mars nk.