1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum

Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum

0
Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að nú sé versnandi veður á suðvesturhorni landsins og þar sé að bæta í vind með mikilli úrkomu. Það þýðir að búast má við afar takmörkuðu skyggni.

Búið er að loka bæði Hellisheiði og Þrengslum. Hægt er að fara um Suðurstrandarveg en þá þarf að fara í gegnum Grindavík þar sem stórhríð er á Krýsuvíkurvegi og ófært.

Uppfært 6. feb kl. 08:00:
Opið er um Hellisheiði og Þrengsli. Hálka og skafrenningur er á Sandskeiði og í Þrengslum en snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði. Mosfellsheiði er ófær og þæfingur á Lyngdalsheiði en mokstur er hafinn. Snjóþekja og éljagangur er annars á flestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi og sumstaðar einhver skafrenningur.