7.3 C
Selfoss
Home Fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi við Bitru

Banaslys á Suðurlandsvegi við Bitru

0
Banaslys á Suðurlandsvegi við Bitru

Um kl 07:40 nú í morgun varð banaslys á Þjóðvegi 1, skammt vestan við Skeiðavegamót, þar sem skullu saman tvær bifreiðar. Ungur karlmaður lést í slysinu, ekki er hægt að skýra frá nafni hans að svo stöddu. Einn var í hvorum bíl og er ökumaður hins bílsins ekki alvarlega slasaður. Slysið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. (Lögreglan á Suðurlandi)

 

Eldri fréttir síðan í morgun:
Alvarlegt umferðarslys varð í morgun á Suðurlandsvegi á við móts við Bitru, skammt frá Skeiðavegamótum. Vegurinn er lokaður um óákveðinn tíma og er umferð beint um Urriðafossveg og Villingaholtsveg á meðan. Ekki hafa fengist nánari fréttir af slysinu að svo stöddu.

Uppfært kl. 9:20
Á mbl.is kemur fram að um árekstur tveggja fólksbifreiða hafi verið að ræða og að slysið hafi verið alvarlegt. Viðbragðsaðilar eru á staðnum og er verið að flytja fólk á sjúkrahús. Vegurinn verðu opnaður um leið og mögulegt er. Sjá mbl.is.

Uppfært kl. 11:15
Búið er að fjarlægja ökutækin af vettvangi vestan við Skeiðavegamót og opna Þjóðveg 1 fyrir umferð. (Lögreglan á Suðurlandi).