7.3 C
Selfoss
Home Fréttir Marín Laufey efst á styrkleikalista glímukvenna

Marín Laufey efst á styrkleikalista glímukvenna

0
Marín Laufey efst á styrkleikalista glímukvenna
Jana Lind, Jón Gunnþór og Marín Laufey stóðu sig öll vel á árinu. Mynd: HSK.

Glímusamband Íslands hefur birt styrkleikalista GLÍ og tekur hann mið af árangri keppenda á mótum á landsvísu.

Marín Laufey Davíðsdóttir úr Umf. Þjótanda er í efsta sæti listans í kvennaflokki með 86,7 stig og Jana Lind Ellertsdóttir úr Íþróttafélaginu Garpi er í öðru sæti með 70 stig. Þetta er í fyrsta skipti sem HSK á tvo efstu keppendurna á kvennalistanum.

Í karlaflokki er Ásmundur Hálfdán Ásmundsson úr UÍA efstur með stuðulinn 80. Einn keppandi af sambandssvæði HSK er á meðal efstu manna á listanum, en Jón Gunnþór Þorsteinsson úr Umf. Þjótanda er í fjórða sæti með 57,5 stig. Heildarlistann má sjá á vefnum www.glima.is.