Nýárstónleikar í ráðhúsinu í Þorlákshöfn

Mynd tekin á æfingu Lúðrasveitar Þorlákshafnar.

Lúðrasveit Þorlákshafnar held­ur nýárstónleika í ráð­húsinu í Þorlákshöfn á þrettánd­anum þann 6. janúar kl. 17. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, allt frá hefðbundnum vínartónum yfir í jazz, popp og rokk. Gullbarkinn Þór Breið­fjörð mun syngja með sveitinni og Sigríður Fjóla sirkus­dýr mun sýna töfr­andi sirkuslistir við undirleik sveitar­innar.