1.7 C
Selfoss

Vegurinn undir Eyjafjöllum lokaður

Vinsælast

Vegurinn frá Markafljóti í vestri að Vík í austri er nú lokaður. Enn er mjög hvasst í Öræfum. Hvasst er undir Öræfajökli þessa stundina og skafrenningur þannig að blint er til aksturs. Þeim sem ekki þurfa nauðsynlega að vera á ferðinni er bent á að doka við og bíða eftir að um hægist. Þetta kemur fram á facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Minnt er á síðu vegagerðarinnar www.vegagerdin.is sem birtir rauntímaupplýsingar um veður og færð.

Nýjar fréttir