8.9 C
Selfoss

Líf og fjör hjá fimleikadeild Dímonar

Vinsælast

Þann 11. desember var líf og fjör í íþróttahúsinu á Hvolsvelli því þá fór fram jólasýning fimleikadeildar Dímonar. Jólabörn, hreindýr og aðrir iðkendur sýndu árangur æfinganna í vetur og var um mjög skemmtilega sýningu að ræða.

Á þessu ári hefur fimleikadeildin fest kaup á lendingardýnu og dansgólfi. Með þessum kaupum hefur æfingaraðstaða batnað til muna. Öflugir þjálfarar starfa með krökkunum í vetur Aníta Þorgerður Tryggvadóttir, Ásdís Rut Kristinsdóttir og Karítas Björg Tryggvadóttir. Um 60 iðkendur æfa nú innan fimleikadeildarinnar og var mjög ánægjulegt að fá að fylgjast með jólasýningunni þeirra.

Nýjar fréttir