2.7 C
Selfoss
Home Fréttir Ljóðadagskrá og sýningaropnun í bókasafninu í Hveragerði

Ljóðadagskrá og sýningaropnun í bókasafninu í Hveragerði

0
Ljóðadagskrá og sýningaropnun í bókasafninu í Hveragerði
Dr. Pétur Pétursson.

Laugardaginn 9. desember nk. kl. 13 verður ljóðadagskrá og sýningaropnun á Bókasafninu í Hveragerði. Þá les dr. Pétur Pétursson úr ljóðaþýðingum sínum og opnar jafnframt myndlistarsýningu. Einnig les Pjetur Hafstein Lárusson úr þýðingum sínum á ljóðum sænska skáldsins Gunnars Ekelöf.

Á allra næstu dögum kemur út hjá bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi ljóðabókin Steinar og stjörnur eftir Paul Murray, guðfræðiprófessor, írskan dóminikanamunk og ljóðskáld, í þýðingu dr. Péturs Péturssonar. Pétur hefur einnig myndskreytt bókina.

Pétur Pétursson er fæddur 1950. Hann er prófessor í kennimannlegri guðfræði við Háskóla Íslands. Pétur hefur haldið nokkrar málverkasýningar en er að mestu sjálflærður í myndlist. Myndirnar á sýningunni eru að uppistöðu myndskreytingar bókarinnar, ljóðrænar vatnslita- og blekmyndir.

Verið velkomin á bókasafnið á laugardaginn til að njóta notalegrar stundar. Boðið verður upp á hressingu. Sýningin verður síðan opin um leið og safnið, mánudaga kl. 11-18:30, þriðjudaga-föstudaga kl. 13-18:30 og laugardaga kl. 11-14 og stendur fram í janúar.

Þriðjudaginn 12. desember kl. 20 munu svo bæjarstjórnarmenn lesa úr nýútkomnum bókum að eigin vali.