1.7 C
Selfoss

Icelandair Hótel Vík stækkað um 48 herbergi

Vinsælast

Fyrirhugað er að stækka hús­næði Icelandair Hótel Vík um 48 herbergi, en núverandi hótel var byggt 2014. Í nýju viðbygg­ing­unni verða 20 lúxus herbergi ásamt fjórum 55 m² svítum. Hin herbergin verða fjöl­skylduher­bergi á tveim­ur hæð­­um ásamt nokkrum minni her­bergjum. Sér­­stök millibygg­ing er samsett af „spa/wellness“ á 1. hæð ásamt tveim­ur heitum pottum fyrir gesti. Á 2. hæð verða funda­salir fyrir minni og stærri fundi og á 3. hæðinni „panorama nort­hern light bar“ með svölum bæði til aust­urs og vesturs sem hægt verð­ur að opna eftir veðri og vind­um. Fyrir­huguð opnun við­bygg­ing­ar­innar er 1. maí 2019.

Nýjar fréttir