3 C
Selfoss

Stjórnmálaflokkar stofnaðir og kosningar í Sunnulækjarskóla

Vinsælast

Undanfarið hefur 10. bekkur í Sunnulækjarskóla á Selfossi unnið að skemmtilegu verkefni í svokölluðum kvikutímum. Kvikutímar eru þematengdir vinnutímar þar sem nemendur vinna að fjölbreyttum og skapandi verkefnum. Síðasta verkefni þeirra í þessum tímum var að búa til stjórnmálaflokka. Flokkarnir áttu meðal annars að búa til stefnuskrá og útnefna formann og kosningastjóra. Flokkarnir fóru í kynningarstarf um skólann og kynntu málefni sín en þeir börðust meðal annars fyrir umhverfismálum, jafnrétti, bættum hag nemenda og breyttum áherslum í námi. Flokkarnir voru fjórir voru: Traustflokkurinn, Eldingarflokkurinn, Hægri Bláir og Uppreisn. Þriðjudaginn 28. nóvember sl. fóru fram kappræður á milli flokkanna og síðan fóru fram kosningar. Þar bar flokkurinn Uppreisn sigur úr bítum, hlaut 48% atkvæða.

Nýjar fréttir