6.7 C
Selfoss
Home Fréttir Undirskriftasöfnun Amnesty International

Undirskriftasöfnun Amnesty International

0
Undirskriftasöfnun Amnesty International

Nú stendur yfir undirskriftasöfnun Amnesty International um allt land. Í Bókabæjunum austanfjalls eru það Bókasöfnin sem taka að sér að halda utan um söfnunina. Kortin liggja frammi og hægt er að skrifa undir til 16. desember, söfnin sjá um að koma þeim til skila.

Nú er hægt að kíkja inn á bókasöfnin á Selfossi, Stokkseyri, Eyrarbakka, Hveragerði og Þorlákshöfn og skrifa undir kort og leggja þannig mannréttindabaráttu Amnesty lið. Taktu þátt, þú gætir bjargað mannslífi og það er eitthvað!

Amnesty International og Bókasöfn Bókabæjanna.