4.5 C
Selfoss
Home Fréttir Þjóðleg skötuveisla í íþróttahúsinu á Hellu

Þjóðleg skötuveisla í íþróttahúsinu á Hellu

0
Þjóðleg skötuveisla í íþróttahúsinu á Hellu
Sönghópurinn Blítt og létt frá Vestmannaeyjum.

Þjóðleg Skötumessa verður haldin í íþróttahúsinu á Hellu á morgun föstudaginn 1. desember. Tilefnið er að fólk hittist og eigi góða stund saman þar sem í boði verða þjóðlegir réttir sem æ sjaldnar sjást á borðum, kæst skata, saltfiskur og plokkfiskur með tilheyrandi kartöflum, rófum og hamsatólg. Í eftirrétt verður boðið upp á ábresti með kanil að góðum íslenskum sið.

Skemmtunin hefst kl. 20.00. Að loknu borðhaldi verður boðið upp á happdrætti með stórglæsilegum vinningum, hestavörum, hótelgistingu, kvöldverðir á góðum veitingastöðum, folatollar og margt fleira. Að loknu borðhaldi verður glæsileg skemmtidagskrá þar sem hljómlistarfólkið úr hinum frábæra sönghóp Blítt og létt frá Vestmannaeyjum verður með söngdagskrá í tæpar tvær klukkustundir. Þar sem textum er varpað á vegg og allir syngja sig hása.

Forsala miða er í höndum fimleikafólks á Hellu undir forystu Huldu Karlsdóttur í síma 695 1708. Miðinn kostar 5.000 kr. og fær fimleikafólkið 1.000 kr. af hverjum seldum miða til uppbyggingar á fimleikum á Hellu. Er fólk hvatt til að kaupa miða af þeim í forsölu og styrkja þannig fimleikana og síðan er það verkefni Skötukvöldsins að styðja við samfélagið á Suðurlandi. Einnig verður hægt að greiða aðgöngumiða við innganginn.

Sunnlendingar eru hvattir til að mæta og taka þátt í að borða til góðs fyrir samfélagið okkar.