10 C
Selfoss

Fataskipti í Hótel Fljótshlíð um helgina

Vinsælast

Dagana 25. og 26. nóvember klukkan 12-18 mun Hótel Fljótshlíð standa fyrir fataskiptum þar sem fólk getur komið með föt sem það vill ekki nota lengur og/eða fundið sér einhver falleg föt til að nota.

„Fatasóun er umhverfisvandamál sem varðar okkur öll. Gríðarlega hátt hlutfall fatnaðar endar í landfyllingu með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Hótel Fljótshlíð er Svansvottað hótel og veitingastaður og við viljum leggja okkar af mörkum til umhverfisins.“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, eigandi hótels Fljótshlíðar. Hún bætir við að allur fatnaður sem verður afgangs eftir helgina verði færður í fatasöfnun Rauða krossins.

„Við erum þegar byrjuð að taka á móti fatnaði ef einhverjir skyldu vera farnir að gera jólatiltekt í fataskápunum sínum. Við tökum á móti öllum gerðum af skóm og fatnaði, á unga sem aldna, konur og karla. Við vonumst til að sjá sem felsta og að framtakið eigi eftir að mælast vel fyrir. Með þessu er hægt að slá margar flugur í einu höggi; tiltekt í fataskápum, endurnýjun á fötum, stuðningur við gott málefni og við jörðina okkar í leiðinni.”

Nýjar fréttir