1.7 C
Selfoss

Nýtt fjögurra hæða hótel rís við Eyraveg á Selfossi

Vinsælast

Í síðasta mánuði hófust fram­kvæmdir við byggingu nýs hótels við Eyraveg 11–13 á Sel­fossi. Þar er um að ræða 70 her­bergja hótel á fjórum hæðum og kjallara, samtals um 3.120 fer­metr­ar. Á 1. hæð verður móttaka, morgunverðarsalur og 10 her­bergi. Á 2., 3. og 4. hæð verða 20 herbergi á hverri hæð. Í kjallara verða fundaherbergi, starfs­manna­aðstaða, þvottahús og geymsl­ur. Herbergin eru flest 24 fermetra en átta herbergi eru 34 fermetra. Aftan við húsið er gert ráð fyrir 26 bílastæðum. Fram­kvæmdaaðili er Starrahæð ehf.

Framkvæmdir hófust í októ­ber sl. en áformað er að opna hótelið fyrri part árs 2019. Verktaki í jarðvinnunni er Ingi­leifur Jónsson á Svínavatni. Arki­tekt hússins er Guðni Pálsson, GP arkitektar, og Verkfræðistofa Jóns Kristjánssonar sér um verkfræðiþáttinn. Verkefnastjóri framkvæmda er Aron Freyr Gísla­son. Nokkrir aðilar hafa sýnt því áhuga að reka hótelið en ekki hef­ur verið gengið frá þeim málum.

Nýjar fréttir