Nú þegar svartasta skammdegið er skollið á er mikilvægt fyrir öryggi þeirra sem eru gangandi í umferðinni að bera endurskinsmerki. Slysavarnadeildin Tryggvi lætur sér öryggismál og forvarnastarf varða og í þeim tilgangi færði deildin nemendum í 1. og 2. bekk í Árborg og Flóahreppi endurskinsmerki að gjöf í síðustu viku. Þetta voru alls um 300 merki en skólarnir sem voru heimsóttir eru Sunnulækjarskóli, Vallaskóli, Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri og Flóaskóli.