1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Kannaðist ekki við þýfið sem var á handtökustað hans

Kannaðist ekki við þýfið sem var á handtökustað hans

0
Kannaðist ekki við þýfið sem var á handtökustað hans

Maður var handtekinn í heimahúsi á Selfossi á laugardagsmorgun grunaður um að hafa brotist inn á heimili í bænum. Hann var færður í klefa og síðar yfirheyrður en kannaðsit hvorki við brot sín eða gat skýrt hvers vegna þýfið var á handtökustað hans.

Þann 18. nóvember fór lögreglan á Suðurlandi í eftirlitsferð um uppsveitir Árnessýslu vegna rjúpnaveiði og afskipti mest höfð af mönnum sem voru að koma af veiðum á Kjalvegi. Eftirltið á Kjalvegi hófst kl. 13:30 og lauk kl. 16:00. Afskipti voru höfð af 14 rjúpnaskyttum og voru haldlögð 3 skotvopn og færð tímabundið í vörslu lögreglu. Tveir aðilar voru kærðir fyrir vopnalagabrot. Um var að ræða skyttur sem höfðu ekki tilskilin leyfi meðferðis eða vopn í láni án lánsheimildar. Ekki var mikið um afla hjá þeim sem við ræddum við. Logn var á veiðilendum og heiðskýrt en mjög kalt eða -17c.

Þann 19. nóvember, síðasta dag rjúpnaveiðitímabilsins, var farin eftirlitsferð um Fljótshlíð og Emstrur, síðan inn á Syðra Fjallabak að Hafrafelli fremst á Rangárvallaafrétt og svo upp Næfurholsveg og þaðan uppfyrir Galtalæk. Afskipti voru höfð af öllum veiðimönnum sem lögreglan sá til, alls um 15 manns í 7 hópum. Allir voru með allt sitt á hreinu, aðeins tveir með afla, 5 rjúpur hvor.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.