4.5 C
Selfoss

Frostfiskur flytur starfsemi sína úr Þorlákshöfn til Hafnarfjarðar

Vinsælast

Eigendur Frostfisks hafa tekið ákvörðun um að flytja alla starfsemi félagsins frá Þorlákshöfn til Hafnarfjarðar en þar hefur verið starfrækt fiskvinnsla. Gert er ráð fyrir því að félagið hefji störf þar eigi síðar en 1. febrúar 2018. Með flutningunum má búast við að um 50 störf flytjist frá Þorlákshöfn. Líklegt er að einhver hluti starfsmanna flytji með fyrirtækinu á höfuðborgarsvæðið og einhverjir keyri á milli Þorlákshafnar og Hafnarfjarðar.

Gunnsteinn R. Ómarsson sveitarstjóri Ölfuss segir í viðtali á mbl.is að erfitt sé að segja til um hvaða áhrif það komi til með að hafa sam­fé­lagið að 50 störf legg­ist af í einu vet­fangi. „Það er þannig að það hafa orðið gríðarleg­ar breyt­ing­ar, kannski sam­fé­lags­breyt­ing­ar um leið, á síðustu árum. Hér hafa rót­gró­in út­gerðarfyr­ir­tæki verið seld hrein­lega, eða all­ar afla­heim­ild­ir seld­ar frá þeim. Nú er þetta fyr­ir­tæki að fara og á síðustu tveim­ur, þrem­ur árum farið úr 120 starfs­mönn­um niður í 50. Samt sem áður er fólki að fjölga hérna, þannig sam­fé­lags­gerðin er kannski að breyt­ast. Ég á því erfitt með að sjá hver þró­un­in verður. Hitt er annað að at­vinnu­upp­bygg­ing hér á svæðinu skipt­ir gríðarlegu máli og það er áfall að missa svona mörg störf.“ (Sjá nánar á mbl.is.).

Nýjar fréttir