-3.5 C
Selfoss

Dreifðu jákvæðum skilaboðum í Hveragerði

Vinsælast

Þann 8. nóvember sl. var dagur gegn einelti en hann helgaður baráttunni gegn einelti í skólum. Í tilefni dagsins fóru nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði og dreifðu jákvæðum skilaboðum í fyrirtæki og stofnanir í bæjarfélaginu. Allir eru sammála um að öllum á að líða vel í okkar samfélagi. Því þurfa allir að leggja sig fram í samskiptum við aðra og gott er að leggja áherslu á virðingu, samkennd, jákvæð samskipti og skilning.

Tveir nemendur úr 5. og 10. bekk við Gistiheimilið Frumskóga.

Það var virkilega gaman að sjá hve vel var tekið á móti nemendunum er þeir báru út kortin. Nemendur og starfsfólk vonast til að allir sem komi við í bæjarfélaginu verði með opin augun og sjái þessi jákvæðu skilaboð sem liggja nú frammi víðs vegar um bæinn.

Random Image

Nýjar fréttir