4.5 C
Selfoss

Þrír fengu samfélagsviðurkenningu Árborgar

Vinsælast

Fimmtudaginn 26. október síðastliðinn, á menningarviðburðinum „Sel­fosstónar“ í Selfosskirkju, fengu þeir Jón Ingi Sigurmunds­son, Ásgeir Sigurðsson og Hjört­ur Þórarinsson samfélags­viður­kenningar frá Sveitarfélag­inu Ár­borg. Viðurkenningarnar fengu þeir fyrir óeigingjarnt og ómetan­legt framlag til samfélags­ins en þeir hafa hver með sínum hætti komið að því mikla tónlist­arstarfi sem hefur verið í héraðinu í gegnum tíðina. Kjartan Björns­son, formaður íþrótta- og menn­ingarnefndar Ár­borgar afhenti þeim viður­kenningar og blóm­vönd í tilefni þessa.

Nýjar fréttir