2.7 C
Selfoss

Átta karlar og tvær konur í Suðurkjördæmi

Vinsælast

Talningu í Suðurkjördæmi vegna Alþingiskosninganna 2017 lauk klukkan rúmlega sex í morgun. Alls kusu tæplega 29.000 manns sem er um 80% kjörsókn.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði eða 7.056 og þrjá menn kjörna, tapaði einum. Flokkurinn fékk 25,2% atkvæða og tapaði 6,34% frá síðustu kosningum. Þingmenn flokksins eru Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason. Unnur Brá Konráðsdóttir náði ekki kjöri.

Framsóknarflokkurinn fékk 5.230 atkvæði og hélt sínum tveimur mönnum, Sigurði Inga Jóhannssyni og Silju Dögg Gunnarsdóttur. Flokkurinn fékk 18,6% atkvæða, tapaði 0,43% frá síðustu kosningum.

Miðflokkurinn sem bauð fram í fyrsta skipti fékk 3.999 atkvæði og einn mann kjörinn, Birgi Þórarinsson. Alls fékk flokkurinn 14,3% atkvæða.

Vinstrihreyfingin grænt framboð fékk 3.321 atkvæði og einn mann kjörinn, Ara Trausta Guðmundsson. Flokkurinn fékk 11,8% atkvæða og bætti við sig 1,66%.

Samfylkingin fékk 2.689 atkvæði og einn mann kjörinn, Oddnýju Harðardóttur. Flokkurinn fékk 9,59% atkvæða og bætti við sig 3,2%.

Flokkur fólksins fékk 2.509 atkvæði og einn mann kjörinn, Karl Gauta Hjaltason. Flokkurinn fékk 8,94% atkvæða og bætti við sig 5,34%.

Píratar fengu 1.985 atkvæði og einn kjördæmakjörinn mann, Smára McCarthy. Flokkurinn fékk 7,08% atkvæða og tapaði 5,72% frá síðustu kosningum.

Viðreisn fékk 871 atkvæði og tapaði einum manni, Jónu Sólveigu Elínardóttur. Flokkurinn fékk 3,11% atkvæða og tapaði 4,23%.

Björt framtíð fékk 289 atkvæði og engan mann kjörinn. Flokkurinn fékk 1,03% atkvæða og tapaði 4,76%.

Dögun fékk 101 atkvæði og engan mann kjörinn. Flokkurinn fékk 0,36% atkvæða og tapaði 1,90% frá síðustu kosningum.

Nýjar fréttir