1.7 C
Selfoss
Home Fréttir Urriðadans á Þingvöllum

Urriðadans á Þingvöllum

0
Urriðadans á Þingvöllum
Fjöldi fólks fylgdist með útskýringum Jóhannesar Sturlaugssonar á Þingvöllum um háttarlag urriðans. Mynd: Örn Grétarsson.

Margt var um manninn um liðna helgi að fylgjast með þegar Jóhannes Sturlaugsson, frá rann­sóknarfyrirtækinu Laxfiskum, lýsti háttarlagi stórurriðans sem á þessum tíma gengur úr Þing­vallavatni upp í Öxará til hrygn­ingar.

Jóhannes hefur rannsakað urriðann í áraraðir og sagði hann ánægjulegt að sjá hversu vel þessi sérstæði stofn stendur, eftir að hann hnignaði verulega eftir virkjun útfallsins úr Þingvalla­vatni 1959. Stofninn hefur ekki verið sterkari en nú eftir því sem menn muna.

Tilvalið er á góð­viðrisdegi á þessum árstíma, að ganga upp með Öxará og fylgjast með atganginum hjá urriðanum í þessum magnaða ástarleik. Gott er að hafa sólgleraugu með sem minnka glampann af vatninu.