1.1 C
Selfoss

Listrými – Myndlist fyrir alla – í Listasafninu í Hveragerði

Vinsælast

Myndlistarnámskeið Listrýmis í Listasafni Árnesinga hófust haustið 2015 og hafa verið í stöðugri þróun til að koma til móts við óskir og þarfir samfélagsins á Suðurlandi. Markmiðið er að bjóða upp á námskeið í hinum ýmsu greinum myndlistar, í heimabyggð og fyrir alla.

Á dagskrá Listrýmis veturinn 2017–18 eru fjölbreytt námskeið í teikningu, málun, mótun, tækniaðferðum og hugmyndaþróun. Flest námskeiðin í vetur eru í formi helgarnámskeiða þar sem fólk hefur tækifæri til að kynnast og kafa í viðfangsefnið yfir heila helgi. Kennt er í Listasafni Árnesinga í Hveragerði þar sem aðstaðan til sköpunar er góð, auk þess sem bækurnar og sýningarnar á safninu gefa möguleika á nánari tengslum við listaverk og sögu.

Leiðbeinendur Listrýmis eru allir búsettir á Suðurlandi en það eru þau Dagný Guðmundsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Jakob Veigar Sigurðsson og Mýrmann. Verkefnisstjóri Listrýmis er Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður, sem hefur langa reynslu af námskeiðahaldi á sviði myndlistar. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands.

Nýjar fréttir