14.5 C
Selfoss

Kórtónleikar í Skálholti á laugardag

Vinsælast

Þrír kórar koma fram á tónleikum í Skálholtsdómkirkju á morgun laugardaginn 14. október kl. 17. Það eru Akkordiakoret, Kvennakór Reykjavíkur og Skálholtskórinn.

Kvennakór Reykjavíkur hóf starfsemi í janúar árið 1993 og er því á sínu 25. starfsári. Kórmeðlimir eru um 50 talsins og stjórnandi kórsins er Ágota Joó. Lagaval kórsins er afar fjölbreytt og hefur kórinn komið víða fram. Á síðasta ári tók Kvennakór Reykjavíkur þátt í kórakeppni á Spáni og kom heim með gullverðlaun í þeim flokkum sem hann tók þátt í. Um þessar mundir tekur kórinn þátt í sjónvarpsþáttunum Kórar Íslands sem sýndir eru á Stöð 2.

Flutt verður fjölbreytt tónlist á laugardaginn. Allir eru hjartanlega velkomnir og ókeypis aðgangur.

 

Nýjar fréttir