6.7 C
Selfoss
Home Fréttir Framkvæmdir á Hellisheiði í dag

Framkvæmdir á Hellisheiði í dag

0
Framkvæmdir á Hellisheiði í dag

Í dag, miðvikudaginn 11. október, verður unnið við viðgerðir á Hellisheiði milli Kamba og Þrengslavegar. Af þeim sökum verður lokað fyrir umferð til Reykjavíkur um Hellisheiði við Hveragerði og umferð beint um Þrengsli. Vinnan fer fram frá kl. 9:00 til kl. 14:00.

Seinna í dag verður unnið við viðgerðir á ytri akrein milli Lögbergsbrekku og Bláfallaafleggjara. Þrengt verður að umferð við vinnusvæðin og umferð stýrt framhjá ef þarf á meðan framkvæmdum stendur. Vinnan fer fram frá kl. 14:00 og fram eftir degi.

Á heimasíðu Vegagerðarinnar eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.