11.7 C
Selfoss

Rangárþing eystra sigraði Árborg í Útvari

Vinsælast

Rangárþing eystra og Sveitarfélagið Árborg áttust við í spurningaþættinum Útsvar á RÚV síðastliðið föstudagskvöld. Keppnin var nokkuð jöfn framan af en lið Árborgar þó öllu sterkara. Í síðustu spurningunum náðu Rangæingar að síga fram úr og höfðu sigur 63 stig gegn 50.

Sigurliðið var skipað þeim Lárusi Ágústi Bragasyni, Magnúsi Halldórssyni og fyrirliðanum Önnu Runólfsdóttur. Fyrir Árborg kepptu Jakob Ingvarsson, Sigurður Bogi Sævarsson og fyrirliðinn Jóna Katrín Hilmarsdóttir.

Nýjar fréttir