-2.2 C
Selfoss
Home Fréttir Ljósleiðarakerfi lagt í Flóahreppi

Ljósleiðarakerfi lagt í Flóahreppi

0
Ljósleiðarakerfi lagt í Flóahreppi

Sveitarstjórn Flóahrepps ákvað á fundi sínum 13. september sl. að fara í lagningu ljósleiðarakerfis um sveitarfélagið. Tæknisviði uppsveita var falið að vinna að undirbúningi styrkumsóknar til Fjarskiptasjóðs vegna lagningar ljósleiðara. Þá var sveitarstjóra falið að setja tengil á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem upplýsingum um stöðu verkefnisins er miðlað til íbúa.