1.7 C
Selfoss

Haldið áfram að greina ljósmyndir

Vinsælast

Samstarfsfundir um greiningu á ljósmyndum hefjast nú aftur eftir sumarfrí. Um er að ræða vettvang þar sem fólk kemur saman og leitast við að nafngreina fólk, staði og fleira á ljósmyndum úr fórum Héraðsskjalasafns Árnesinga. Fimm fundir af þessu tagi voru haldnir síðasta vor og voru mjög vel sóttir. Fyrsti fundur verður föstudaginn 22. september kl. 10:00- 12:00 í sal á 3. hæð Ráðhúss Árborgar. Gert er ráð fyrir að þessir fundir verði annan hvern föstudag eitthvað fram á veturinn og verður næsti fundur þar á eftir þar af leiðandi á sama stað og sama tíma föstudaginn 6. október. Eru sem flestir hvattir til þess að mæta á þessa fundi og eiga skemmtilega samverustund. Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkir verkefnið.

Nýjar fréttir