12.3 C
Selfoss

Gáfu minningargjöf til Prestsbakkakirkju

Vinsælast

Nýlega barst Prestsbakkakirkju á Síðu gjöf til minningar um þau hjónin Sigríði Jónsdóttur og Jón Pálsson, bændur á Prestsbakka. Sigríður var fædd 1. apríl 1929, dáin 24. janúar 2002. Jón var fæddur 18. september 1917, dáinn 7. ágúst 1993. Það eru því nú 100 ár liðin frá fæðingu Jóns. Gjöfin eru kertastjakar. Gefendur eru afkomendur þeirra hjóna og fjölskyldur þeirra. Sigríður var umsjónarmaður Prestsbakkakirku um langt árabil og gegndi því starfi með miklum sóma.

Nýjar fréttir