4.5 C
Selfoss

Vegleg gjöf frá Oddfellow stúkunum Þóru og Hásteini til HSU á Selfossi

Vinsælast

Í gær veitti framkvæmdastjórn Heilbirgðisstofnunar Suðurlands á Selfossi viðtöku höfðinglegri gjöf frá Oddfellowstúkunum Þóru og Hásteini. Verðmæti gjafarinnar er um 10 milljónir króna.

Um er að ræða vöktunartæki fyrir lífsmörk sjúklinga, ásamt varðstöð, sem er gjöf til lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Selfossi. Tækin saman standa af sex vöktunarstöðvum sem auðvelda fagfólki sjúkrahússins að fylgjast betur, nákvæmar og af meira öryggi með ástandi sjúklinga. Tvö tækjanna eru svokölluð monitor-tæki sem eru að öllu jöfnu eru föst við rúmstæði sjúklings en eru með minni ferðamonitor fyrir flutning sjúklinga. Þessi tæki mæla blóðþrýsting, líkamshita, öndun, súrefnismettun, púls og hjartsláttarrit. Fjögur tæki eru svo kallaðar telemetriur með skjá sem sýna púls, hjartsláttarrit og súrefnismettun sjúklings. Öll þessi tæki tengjast svo varðstöð á vakt lyflækningadeildarinnar þar sem hægt er að fylgjast vel með sjúklingum. Auk þess senda tækin merki og viðvaranir í snjallsíma eða píptæki hjúkrunarfræðings eða læknis á vakt. Tækin senda milli sín þráðlausar upplýsingar, eru nettengd. Um er að ræða nauðsynleg tæki til starfseminnar.

Fulltrúar frá Oddfellowstúkunum Þóru og Hásteini og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við afhendingu gjafarinnar. Mynd: GÓ/HSU.

Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, færði reglunum þakkir frá stofnuninni við afhendingarathöfn sem fram fór í kapellu HSU í gær. Þar þakkaði hún fyrir gjafirnar sem voru m.a. gefnar í tilefni þess að reglurnar eiga 25 ára afmæli um þessar mundir. Sagði hún að ómetanlegt væri að finna þann hlýhug sem gjöfinni fylgir, og að það sé jafnframt mikil hvatning og styrkur fyrir heilbrigðisstarfsmenn á HSU.

Nýjar fréttir