2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Plastlaus september í Hveragerði

Plastlaus september í Hveragerði

0
Plastlaus september í Hveragerði

Á heimasíðu Hveragerðisbæjar eru íbúar minntir á að nú stendur yfir átakið Plastlaus september. Þessu átaki er ætlað að hvetja til minni plastnotkunar og vekja almenning til umhugsunar um skaðsemi plasts í náttúrunni, og þá sérstaklega einnota plasts.

Plast er samheiti yfir ýmsar fjölliður sem framleiddar eru af manninum, að mestu úr olíu en koma ekki fyrir náttúrulega. Vegna þess að þessi efni finnast ekki í náttúrunni eru þar heldur ekki niðurbrotsferlar til staðar sem eyða þeim. Þetta leiðir til þess að plast eyðist afar hægt og jafnvel nánast ekki. Plastið safnast því fyrir í náttúrunni þar sem það getur valdið lífverum ýmsum skaða. Því er mikilvægt að minnka það plast sem berst út í náttúrunna sem mest og ein besta leiðinn til þess er að draga úr notkun eins og mögulegt er.

Hveragerðisbær stefnir á það að draga úr notkun plastpoka og helst að losna alveg við þá úr bæjarfélaginu. Því er nú gott tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi með því að taka þátt í átakinu og á sama tíma að minnka bæði plastpokanotkun og aðra plastnotkun í Hveragerði og þar með stuðla að hreinna, umhverfisvænna og betra samfélagi.