1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Vinna hafin við nýja borholu á Laugalandi

Vinna hafin við nýja borholu á Laugalandi

0
Vinna hafin við nýja borholu á Laugalandi
Jaðborinn Óðinn er notaðu við borunina á Laugalandi í Holtum. Mynd: OR.

Vinna við borun nýrrar bor­holu á Laugalandi í Holtum er hafin. Er vonast til að þar finnist heitt vatn þannig að hægt verði að auka nýtan­legan forða Rangárveitna. Í tengsl­um við borunina verður öðru hvoru megin við næstu helgi slökkt á dælingu úr nærliggjandi vinnsluholu í þeim tilgangi að tryggja afkastagetu hennar. Búast má við lægra hitastigi á vatni hjá viðskiptavinum Rangárveitna aust­an Laugalands, þ.m.t. á Hellu og Hvolsvelli. Ekki er gert ráð fyrir að þetta hafi mikil áhrif á viðskiptavini. Gert er ráð fyrir að borunin taki um fjórar vikur og verður vinnsluholan gangsett aftur að borun lokinni. Jarðboranir sjá um verkið fyrir hönd Veitna og nýta til þess jarðborinn Óðinn.