Nýr skólastjóri í Vallaskóla í vetur

Þorvaldur Halldór Gunnarsson skólastjóri Vallaskóla 2017–2018.

Þorvaldur Halldór Gunnarsson hefur verið ráðinn skólastjóri Vallaskóla til eins árs. Tekur hann við starfinu af Guðbjarti Ólasyni sem fer í námsleyfi skólaárið 2017–2018. Þá hefur Einar Guðmundsson sagt starfi sínu lausu sem aðstoðarskólastjóri. Við hans starfi tekur Sigurborg Kjartansdóttir tímabundið í vetur. Þá má geta þess að Hildur Bjargmundsdóttir hefur verið ráðin í starf deildarstjóra.