11.1 C
Selfoss
Home Fréttir Boðið var upp á kjötsúpu í LAVA eldfjallasetrinu

Boðið var upp á kjötsúpu í LAVA eldfjallasetrinu

0
Boðið var upp á kjötsúpu í LAVA eldfjallasetrinu

Síðastliðinn laugardag var árleg kjötsúpuhátíð haldin hátíðleg á Hvolsvelli. LAVA eldfjallasetur tók þátt í hátíðarhöldum í fyrsta sinn í ár en eldfjallasetrið opnaði fyrir gestum og gangandi 9. júní sl. Þennan laugardag var boðið upp á sérstök tilboð á LAVA sýninguna ásamt tilboðum hjá Kötlu Mathúsi sem bauð gestum einnig upp á súpu kl. 14–16 þennan dag. Alls voru gefnir yfir 400 skammtar af súpu eða um 120 lítrar. Eftir þetta tók svo við skemmtilegur ratleikur fyrir börn um LAVA sýninguna og gáfu LAVA, Katla Mathús og Rammagerðin glæsilega vinninga til sigurvegara. Um 1000 manns heimsóttu LAVA þennan dag og var andrúmsloftið létt og skemmtilegt.

Meðfylgjandi myndir eru frá deginum í LAVA eldfjallasetrinu.