6.7 C
Selfoss

Maður í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi

Vinsælast

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru boðaðar út rétt fyrir hádegi vegna illa búins göngumanns sem var í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi. Maðurinn hafði lagt af stað gangandi frá Þórsmörk í gærkvöldi og gisti á Fimmvörðuhálsi í nótt. Hann náði sjálfur sambandi við Neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð, orðin kaldur og í áttaviltur. Með hjálp farsíma mannsins var hægt að áætla staðsetningu og eru hópar björgunarsveitarmanna á leið á það svæði að leita mannsins.

Uppfært kl. 16:
Um hálf þrjú fundu björgunarsveitarmenn manninn sem var villtur á Fimmvörðuhálsi. Hann var kaldur og blautur eftir dvölina á hálsinum um nóttina. Svo virðist sem hann hafi villst af leið en hann var staddur rúman kílómetra frá stikuðu gönguleiðinni í bröttu gili. Hann er nú komin upp úr gilinu og fylgja björgunarsveitarmenn honum til byggða.

Nýjar fréttir