13.4 C
Selfoss

Rangárljós fagna verklokum

Vinsælast

Mikil gleði ríkti í Rangárþingi ytra síðastliðinn föstudag þann 19. ágúst þegar síðasti bærinn var tengdur í ljósleiðaraverkefni sveitarfélagsins. Framgangur verksins hefur verið með ólíkindum góður en verktakar hófu störf þann 26. september í fyrra. Unnið hefur verið hvern nýtan dag og er verkinu nú lokið.

Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri Rangárljósa fór yfir sögu verkefnisins.

Verkefnið er stærsta sinnar tegundar hérlendis fram til þessa enda Rangárþing ytra víðfeðmt sveitarfélag og nánast 100% þátttaka auk þess sem fjöldi sumarhúsa var einnig tengdur. Sveitarstjórn og starfsfólk Rangárþings ytra fögnuðu verklokum með starfsmönnum verktakans Þjótanda og undirverktakans TRS í Menningarhúsinu á Hellu. Þar var stiklað á stóru um helstu áfanga á framkvæmdatímanum, ávörp flutt og glaðst yfir góðu verki.

Nýjar fréttir