10 C
Selfoss

Selfyssingurinn Egill Blöndal keppir á heimsmeistaramótinu í júdó

Vinsælast

Heimsmeistarmótið í júdó fer fram í Búdapest í Ung­verjalandi 28. ágúst til 3. sept­emb­er næstkomandi. Ísland sendir einn kepp­anda á mótið, Selfyssinginn Egil Blöndal Ásbjörnsson frá júdó­deild Selfoss. Egill keppir í -90 kg flokki fimmtudaginn 31. ágúst.

Egill hefur æft mjög vel und­an­farin ár, bæði innanlands og utan. Hann var við æfingar í Frakkandi, Tékklandi, Austurríki og Japan á síðasta ári og þessu ári m.a. í Austurríki og Spáni. Hafa þessar æfingar beint og óbeint verið undirbúningur að heimsmeistara­mótinu og Tokyo Grand Slam í byrjun desember.

Keppnin í Ungverjaland verð­ur í beinni útsendingu og má finna tengil á hana á heimasíðu Júdósambands Íslands dagana fyrir heimsmeistaramótið.

Þess má geta að veitt eru pen­inga­verðlaun fyrir þrjú efstu sæt­in. Fyrir fyrsta sæti er verðlaunaféð rúmlega 11 milljónir íslenskra króna. Þannig að það er til mikils að vinna.

Egill hefur tekið þátt í mörg­um mótum innanlands og utan undanfarin ár og unnið til fjölda verðlauna. Hann varð meðal annars tvöfaldur Íslandsmeistari árið 2017 í sínum þyngdarflokki og opnum flokki.

Nýjar fréttir