10 C
Selfoss

Sveitahátíðin Tvær úr Tungunum verður á morgun

Vinsælast

Sveitahátíðin Tvær úr Tungunum fer fram í og við Aratungu í Reykholti laugardaginn  19. ágúst. Dagskráin er vegleg að vand en hún hefst kl. 13 með knattþrautum í boði KSÍ. Fulltrúi frá KSÍ mun stjóna knattþrautum fyrir áhugasama.
14:00 til 16:00 verður boðið upp á faglega bollaspá, framkvæmda af sérfræðingi (verkfræðingi). Fyrir einhleypa frá 40 ára aldri. Ókeypis.
Loftboltar og Hoppukastalar verða fyrir börnin og markaður og kaffisala Kvenfélags Biskupstungna. Sirkus Ísland skemmtir kl. 14 og Karitas Harpa Davíðsdóttir, Voice Ísland sigurvegari, tekur lagið.
Kl. 15:00 verða nöfn á hringtorgum í Reykholti kunngjörð og síðan fara Aratunguleikarnir í Gröfuleikni fram. Um kvöldið verður s
ansleikur í Aratungu þar sem Stuðlabandið leikur fyrir dansi.

Nýjar fréttir