8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Margir tíndu jarðarber hjá Silfurtúni á Flúðum

Margir tíndu jarðarber hjá Silfurtúni á Flúðum

0
Margir tíndu jarðarber hjá Silfurtúni á Flúðum
Margir nýttu tækifærið og tíndu sér jarðarber hjá Silfurtúni. Mynd: Silfurtún.
Margir nýttu tækifærið og tíndu sér jarðarber hjá Silfurtúni. Mynd: Silfurtún.

Síðastliðinn laugardag var opið hús hjá Garðyrkjustöðinni Silfurtúni á Flúðum. Þar fékk fólk að tína jarðarber (Silfurber) í einu gróðurhúsinu og greiddi 600 krónur fyrir kílóið.

„Þetta gekk alveg ljómandi vel og erum við þakklát fyrir móttökurnar. Það mætti fjöldi fólks og mynduðust biðraðir á tímabili. Við bættum svo við einu húsi til að tína úr,“ segir Eiríkur Ágústsson hjá Silfurtúni. Samdráttur hefur orðið í sölu íslenskra jarðarberja undanfarið og segir Eiríkur að það megi að hluta til rekja til komu Costco inn á íslenska markaðinn. Erfitt sé fyrir íslenska framleiðendur að keppa við innfluttu jarðarberin. Af þeim sökum hafi þau ákveðið að bjóða fólki að koma og tína sér jarðarber.

„Lagerstaðan hjá okkur hefur batnað mikið og nú er bara að halda sjó. Svo kallar þetta á ákveðna naflaskoðun og við munum gera það.,“ segir Eiríkur.