-2.8 C
Selfoss

Lagnaþjónustan færði Kirkjuhvoli höfðinglega gjöf

Vinsælast

Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli var á dögunum færð höfðingleg gjöf frá Lagnaþjónustunni ehf. á Selfossi. Gjöfin var peningagjöf að upphæð 250.000 kr. Heimilið mun kaupa tvo rafmagns hægindastóla fyrir upphæðina.

Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri, tekur við gjafabréfinu úr hendi Bjarna Kristinssonar frá Lagnaþjónustunni.

Bjarni Kristinsson eigandi fyrirtækisins kom á Kirkjuhvol 16. júlí síðastliðinn ásamt stórfjölskyldunni og færði Kirkjuhvol þessa höfðinglegu gjöf. Þau heimsóttu í leiðinni frænku sína hana Björgu en hún er föðursystir Bjarna.

Nýjar fréttir