8.9 C
Selfoss

Sumar á Selfossi sett í dag kl. 18

Vinsælast

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi verður haldin 9.–13. ágúst. Er þetta í 23. skipti sem hátíðin er haldin en markmið henn­ar er að skapa góða sumar­stemn­ingu hjá íbúum sveitar­félags­ins. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Dagskrána má sjá hér.

Hátíðin verður sett formlega í dag miðvikudag kl. 18 við Bókasafn Árborgar. Lúðrasveit Selfoss mætir og spilar nokkur lög og Knattspyrnufélag Árborgar grillar pylsur á meðan birgðir endast. Rökkva stígur á svið í Tryggvaskála í kvöld kl. 21:00 og opnar húsið kl 20:30. (FRÍTT INN) Fólk er hvatt til að panta sér borð á Tryggvaskála um kl. 19:00 og snæða þar glæsilegan kvöldverð og mæta svo beint á tónleikana. Frábær leið til að hefja þessa glæsilegu bæjarhátíð.

Á fimmtu­dagskvöld verður svo Suð­ur­lands­skjálftinn en þá stíga á svið Aron Can, Alexander Jarl, Birnir og Flóni. Á föstudagskvöld verða tón­leikar þar sem Björgvin Hall­dórsson flytur sín bestu lög og Stuðlabandið verður með ball á eftir. Á laugardagsmorgun verð­ur boðið upp á morgunmat í hátíð­ar­tjaldinu og sléttusöng um kvöld­ið. Þar koma íbúar hverf­anna sam­an og skemmta sér. Margir íbúar leggja mikið á sig við skreytingar og mikið líf og fjör er jafnan á Selfossi þessa helgi.

Nýjar fréttir