5 C
Selfoss

Endurspeglun í Listagjánni á Selfossi

Vinsælast

Myndlistarsýning Ísabellu Leifsdóttur verður opnuð í dag í Listagjá í Bókasafni Árborgar á Selfossi. Sýningin ber heitið Endurspeglun.

Hvernig líður þér að horfast í augu við neysluna, draslið sem við gefum börnunum okkar. Hvaða skilaboð erum við að senda þeim og hvaða framtíð erum við að byggja fyrir þau?

Endurspeglun er sýning á speglum sem eru skreyttir með plastdóti sem var á leið í endurvinnslu, dóti sem segir ýmislegt um hvað við veljum fyrir framtíðarkynslóðirnar. Speglarnir eru fallegir og eigulegir munir enda tilgangurinn að búa til verk sem fólk vill ekki henda í ruslið heldur halda upp á til að fegra heimilið sitt og til að minna sig á að velja vandlega í hvert sinn sem kortið er rétt fram til að kaupa eitthvað. Einnig verður talsvert af skarti sem Ísabella hefur ýmist lagað eða uppunnið úr smádóti. Borð verður á staðnum þar sem börn og fullorðnir geta spreytt sig á uppvinnslu.

Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands og framlag Bókasafnsins til Sumars á Selfossi. Allir eru hjartanlega velkomnir á Bókasafnið okkar allra.

Nýjar fréttir